employee-journey-screen

Á þriðja hundrað gestir á kvennakvöldi hjá Höllu Hrund

Sjálfboðaliðar Höllu Hrundar stóðu fyrir kvennakvöldi s.l. föstudag. Halla Hrund var beðin um að halda tölu undir mikinn fögnuð gesta. Viðburðurinn var hluti af fjáröflun fyrir komandi kosningar, en hægt var að fá varning á móti fyrir stuðning, á borð við svuntur, boli, derhúfur og meira að segja pappa Höllu Hrund í fullri stærð!

Einnig fór fram „spurt og svarað“ á instagram fyrir netgestum sem var varpað upp í sal á meðan á samkomunni stóð við mikinn fögnuð gesta.

Á þriðja hundrað konur létu sjá sig og mikil stemning eins og sjá má á eftirfarandi myndum.