employee-journey-screen

Fjölskylduganga með Höllu Hrund á Úlfarsfell

9/5/2024

Halla Hrund býður til fjölskyldugöngu upp á Úlfarsfell á uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí klukkan 13. Gengið verður upp frá svæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.

Það er fátt sem Höllu Hrund finnst skemmtilegra en að njóta útivistar með góðu fólki og því má segja að hér sé komið kjörið tækifæri til að hitta hana í sínu náttúrulega umhverfi

Hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, leiðsögumenn hjá Ferðafélagi Íslands, munu sjá um fararstjórn í göngunni og leiða mannskapinn áfram. Það er aldrei að vita nema að gítarinn eða harmonikkan verði með í för svo taka megi lagið á toppnum.

Verið öll velkomin - börn, fullorðnir og ferfætlingarnir líka! Njótum útivistar í íslenskri náttúru með Höllu Hrund.

Stuðningsfólk Höllu Hrundar