employee-journey-screen

Kosningarit Höllu Hrundar - 25-31. maí

25/5/2024

Næstkomandi laugardag, þann 25. maí, stendur til að dreifa upplýsingariti um framboð Höllu Hrundar um allt land.

Nú reynir á samtakamáttinn þar sem ykkur öllum gefst tækifæri til þess að sýna stuðning í verki.
Við skorum á ykkur að vera með og dreifa ritinu í ykkar hverfi eða götu, að gerast bréfberar í einn dag!

Halla Hrund vill hvetja til þátttöku og samvinnu. Þetta framtak er því mjög í anda framboðsins, sem drifið er áfram af fjölda sjálfboðaliða, sem trúir á það sem Halla Hrund stendur fyrir.

Nánari upplýsingar má finna hér:
https://www.hallahrund.is/landallt

Við vonum að sem flest ykkar geti lagt hönd á plóg og hlökkum svo sannarlega til!