employee-journey-screen

Sunnudagsgleði

14/4/2024

Sunnudaginn 14. apríl heldur Halla Hrund Logadóttir kynningarfund um framboð sitt til embættis forseta Íslands í húsi Máls & menningar kl. 17:00. Halla Hrund mun flytja ræðu og fara yfir hvers vegna hún býður sig fram og hver hennar sýn er á hlutverk forseta Íslands í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi.

Þá mun Stefán Hilmarsson taka lagið, sem og Hildur Kristín Kristjánsdóttir, dóttir Höllu Hrundar og Kristjáns Freys, en hún hefur í vetur farið með hlutverk Fíusólar í uppsetningu Borgarleikhússins. Fundarstjóri er Sirrý Arnarsdóttir.

Þau sem hafa áhuga á að kynnast Höllu Hrund og framboði hennar betur eru hvött til að láta sjá sig, en fundurinn verður einnig í beinu streymi.