employee-journey-screen

Yfir hundrað í fjölskyldugöngu Höllu Hrund upp Úlfarsfell

10/5/2024

Yfir hundrað manns á öllum aldri, börn, fullorðnir og gæludýr, mættu í fjölskyldugöngu upp Úlfarsfell með Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda í gær.

Gangan hófst klukkan 13 frá svæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í fallegu veðri og sáu hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir frá Ferðafélagi Íslands um leiðsögn um svæðið af sinni alkunnu færni.

Þegar á toppinn var komið, sameinuðust þátttakendur í söng og sungu: „Vertu til er vorið kallar á þig“ og „Ævintýri“, en Kristján maður Höllu Hrundar spilaði undir á gítar.

Halla Hrund, sem er mikil útivistarkona, sagði göngur á borð við þessa vera frábært tækifæri til að kynnast fólki, njóta samveru í íslenskri náttúru og um leið fá orku til komandi verkefna í kosningabaráttunni.