Gríptu búnt og gakktu af stað

25. maí - um allt land

Næstkomandi laugardag, þann 25. maí, stendur til að dreifa upplýsingariti um framboð Höllu Hrundar um allt land. Nú reynir á samtakamáttinn og ykkur gefst tækifæri til þess að sýna stuðning í verki. Við skorum á ykkur að vera með og dreifa ritinu í ykkar hverfi eða götu, að gerast bréfberar í einn dag! Ef þið getið líka deilt með okkur myndum og myndböndum frá deginum myndi það bæta enn á kætina.

Í flestum póstnúmerum landsins hefur verið skipaður póstmeistari. Hér fyrir neðan er listi yfir þá. Þú getur haft samband við þinn póstmeistara til að boða þátttöku þína og slást í hópinn. Póstmeistarinn afhendir þér búnt af bæklingum sem eiga að berast í tilteknar götur sem skráðar eru á pakkann. Hjá honum geturðu líka fengið blöðrur og barmmerki. Ef þér þykir skammturinn of stór færðu aðra í lið með þér eða semur um að taka aðeins hluta búntsins. Ef afgangur verður af bæklingunum sem þú fékkst geturðu skilið bunkann eftir þar sem fólk á leið um, t.d. á bensínstöð.

Póstmeistarar margra póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu hafa bækistöð í kosningamiðstöðinni í Nóatúni 17. Þar hefjast leikar klukkan 10 og sjálfboðaliðar geta gætt sér á kaffi og vöfflum áður en þeir leggja í hann.

Það kann að hljóma gamaldags að ætla að bera út kynningarbækling en við teljum það mikilvægt fyrir lýðræðið. Nú þegar dagblöð ná ekki til allra landsmanna og héraðsfréttablöðum fer fækkandi er mikilvægt að þjóna lýðræðinu þannig að sem flestir fái upplýsingar um þá kosti sem í boði eru.

Halla Hrund vill hvetja til þátttöku og samvinnu. Þetta framtak er mjög í anda framboðsins, sem drifið er áfram af fólki eins og þér, sem trúir á það sem Halla Hrund stendur fyrir. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að verða að liði.

Með kærri kveðju og tilhlökkun,
Stuðningsfólk Höllu Hrundar

Póststöðvar

Er ekki póstmeistari í þínu póstnúmeri? Gætir þú tekið það að þér? Hafðu þá endilega samband og við setjum þig inn í málin: hallahrund@hallahrund.is

Współpraca

Ekologia

Kultura

Innowacja

Przyszłość