Persónuverndarstefna

Ábyrgðaraðili

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur
Nóatún 17, 105 Reykjavík

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur er félag sem stofnað er til að styðja við framboð Höllu Hrundar Logadóttur til forseta Íslands í forsetakosningum 2024.

Til þess að styðja við framboðið safnar stuðningsfólk upplýsingum um aðila sem tilbúnir eru að ljá framboðið liði sínu. Að auki tekur framboðið við styrkgreiðslum. Allar upplýsingar sem eru skráðar eru fengnar frá stuðningsfólki sjálfu að fengnu samþykki þeirra. Eftir að kosningar hafa farið fram verður viðeigandi skrám eytt.

Heimasíða 

Á heimasíðu Stuðningsfólks Höllu Hrundar Logadóttur (www.hallahrund.is) er hægt að lýsa yfir vilja til að taka þátt í starfi framboðsins í sérstöku sambandsformi sem aðgengilegt er frá forsíðu heimasíðunnar. Þegar haft er samband í gegnum formið lýsir notandi því hvernig hann hefur áhuga á að taka þátt og gefur svo upp nafn, netfang og símanúmer. Auk þess hefur notandi möguleika á að bæta við upplýsingum í opinn innsláttarreiti. 

Einnig er leitað eftir þátttöku í stuðningsyfirlýsingu þar sem stuðningsfólk er beðið um að gefa upp nafn, símanúmer, starfsheiti og mynd.

Stuðningsfólks Höllu Hrundar heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem aflað er á þennan hátt. Upplýsingum sem safnað er í tengslum við þessi form eru einungis nýttar í þágu framboðsins.

Vefur Stuðningsfólks Höllu Hrundar Logadóttur safnar engum upplýsingum sjálfvirkt um þá sem skoða vefinn sem hægt er að rekja saman við þeirra persónu. Vefurinn hinsvegar skráir hjá sér lágmarks tölfræði á borð við hversu margir heimsækja og hvað þeir skoða. Við vefmælingar er notast við Google Analytics. Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga má finna hér: https://policies.google.com/privacy 

Til þessa markar vefurinn nokkur lítil fótspor í minni hjá þér sem hann notar þegar þú heimsækir vefinn (meira um svona fótspor), svokallaðar vefkökur (e. cookies). Það er vefumsýsluaðilinn Webflow sem heldur utan um fótsporin sem hann skilur eftir. Fótsporin notar hann til þess að fylgjast með að vefurinn sé öruggur og virki vel auk þess að halda utan um lágmarkstölfræði um notkun.

Tölvupóstsamskipti, símhringingar og SMS skilaboð

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur notar tölvupóst, SMS skilaboð og símhringingar til að eiga í samskiptum við stuðningsfólk og aðra sem vinna í kringum kosningar svo sem þjónustuaðila vegna auglýsinga, fjölmiðla og fleiri. Þar er haldið utan um mikilvægar upplýsingar um aðila, svo sem netfangið hans, símanúmer og nafn til þess að sýsla með erindi framboðsins. Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem haldið er utan um í þessum tilgangi.

Greiðslumiðlun

Stuðningsfólki er valfrjálst að styrkja framboð Höllu Hrundar með fjárframlögum. Slíkt er bæði hægt með millifærslum á bankareikning framboðsins, eða með kreditkortagreiðslum. Við slíkt er safnað upplýsingum á borð við Nafn, Heimilisfang, Símanúmer og Netfang svo unnt sé að rekja uppruna fjármuna samanber reglum um slíkt. 

Vinnsluaðilar, miðlun og upplýsingar hjá Stuðningsfólki Höllu Hrundar Logadóttur

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur gerir kröfur til vinnsluaðila sinna að þeir fari að lögum um persónuvernd og gerir vinnslusamninga við þá sem vinna persónuupplýsingar fyrir hönd félagsins. Leitast er við að vinnsla persónuupplýsinga fari fram innan EES-svæðisins, en í þeim tilvikum þegar vinnsla fer fram í Bandaríkjunum er leitast við að nýta vinnsluaðila sem hafa skuldbundið sig til að framfylgja Evrópureglum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. með stöðluðum samningsskilmálum sem samþykktir hafa verið af ESB.

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema þess sé krafist samkvæmt lögum, eða dómsúrskurði.

Meðhöndlun gagna

Persónugreinanlegar upplýsingar eru fjarlægðar eins og unnt er og eins fljótlega og hægt er meðan á vinnslu þeirra stendur. Þegar kosningar hafa farið fram er öllum gögnum eytt eins fljótt og hægt er en þó ekki seinna en 6 mánuðum eftir kjördag.​

Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur heitir fullum trúnaði um öll þau gögn og upplýsingar sem þau fá í hendurnar.

Þín réttindi

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum.

Þú getur einnig átt rétt á að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu. Þá getur þú átt rétt á því að gögn um þig séu flutt til annars ábyrgðaraðila á tölvulesanleg formi. Rétt er að benda á að þessi réttindi eru takmörkuð og eiga ekki við allar persónuupplýsingar eða í öllum tilvikum.

Þú getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd teljir þú að vinnsla Stuðningsfólks Höllu Hrundar Logadóttur á persónuupplýsingum sé ekki í samræmi við lög.

Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á hallahrund@hallahrund.is